Árshátíð NMB 2018

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Árshátíð Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar (NMB) var haldin hátíðlega í gær. Veislustjórinn var Joey Christ (Jóhann Kristófer) og fórst honum það verkefni vel úr hendi. Veisluföngin komu frá Galito á Akranesi eins og undanfarin ár og alltaf jafnmikil ánægja með matinn frá þeim. Ekki var annað að sjá en að nemendur og starfsfólk skólans skemmtu sér konunglega yfir borðhaldi og skemmtiatriðum og þá sérstaklega góðu myndbandi sem nemendur settu saman í tilefni dagsins sem og tónlistaratriði frá Pésa og breiðnefunum, en þeir fluttu nokkur lög. Stjórn NMB og skemmtinefndin stóðu sig afspyrnu vel í undirbúningi fyrir árshátíðina og fá þau mikið lof í lófa.