Hinn árlegi áskorendadagur fór fram 16. desember. Hann fer þannig fram að nemendur og starfsmenn skólans velja hvor um sig 5 keppnisgreinar. Síðan má hvort lið taka eina grein út. Þær greinar sem keppt var í núna voru “sploinge dong” sem felst í því að notuð er blaðra út bolta og reynt að koma henni í mark andstæðinganna, ekki má sparka né halda á blöðrunni. Einnig er keppt í knattspyrnu, blaki og síðasta keppnisgreinin sem fram fór í íþróttahúsinu var bændaglíma. Í húsnæði skólans var keppt í boccia, ræðukeppni, og spurningakeppni. Í austurgarði var svo keppt í stígvélakasti. Í verðlaun var glæsilegur faraldsbikar. Nemendur unnu hann fyrsta árið, en starfsfólk skólans annað árið og í fyrra unnu nemendur. Það voru nemendur sem unnu bikarinn þetta árið 5 1/2 stig á móti 2 1/2 stigi starfamanna. Sjá myndir. Sjá videó