Áskorendadagur í MB

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Árlegur áskorendadagur milli nemenda og starfsfólks MB var haldinn í dag. Keppt var í sjö mismunandi greinum og var keppnin hnífjöfn og skemmtileg fram á síðustu stundu.

Fyrir hádegi var keppt í íþróttahúsinu í fótbolta, blaki, körfubolta og kíló en staðan var 2 – 2 um hádegið þegar hópurinn fór saman í MB og snæddi SS pylsur og fékk ís á eftir. Það má fá sér smá eftir svona átök. Eftir hádegið hélt keppnin svo áfram og var keppt í borðtennis sem kennarar unnu með glæsibrag, þá beerpong (með vatni) sem nemendur virtust hafa nokkuð forskot í og staðan fyrir síðustu keppnisgrein var því 3 – 3. Gettu betur var úrslitagreinin og er skemmst frá því að segja að nemendur voru greinilega í mikilli æfingu í Gettu betur og rústuðu starfsfólki með 34 stigum gegn 17 og vörðu því bikarinn. Til hamingju nemendur MB og takk fyrir góða og drengilega keppni!

Fleiri myndir er að finna á facebook síðu Menntaskóla Borgarfjarðar