Áskorendadagur nemenda og starfsfólks 2018

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Í dag var árlegur áskorendadagur starfsfólks og nemenda í Menntaskóla Borgarfjarðar. Starfsfólk og nemendur kepptu í mismunandi greinum með það að markmiði að hampa farandsbikarnum. Árið 2017 vann starfsfólk skólans en að þessu sinni höfðu nemendur betur í æsispennandi keppni. Dagurinn tókst vel og starfsfólk og nemendur MB nutu dagsins saman.