Áskorendadagur og jólafjör

RitstjórnFréttir

Þessa síðustu kennsludaga fyrir jól er hefðbundin dagskrá brotin upp með ýmsum uppákomum og skemmtilegheitum hér í Menntaskóla Borgarfjarðar. Á þriðjudaginn bökuðu nemendur vöfflur og voru með heitt súkkulaði í morgunkaffinu. Í gær, miðvikudag var áskorendadagurinn, þar sem nemendur og kennarar kepptu sín á milli í nokkrum greinum. Að þessu sinni var keppt í fótbolta, körfubolta, splong dong, boccia, stígvélakasti og að lokum var spurningakeppni milli Gettu betur liðs MB og kennara. Nemendur unnu sannfærandi sigur á lokasprettinum og hlutu Áskorendabikarinn til varðveislu í eitt ár.

professional writing serviceÍ dag fimmtudag var danssýning þar sem sýndur var afrakstur danskennslu vetrarins og endaði fögnuðurinn með sameiginlegum jólamat starfsfólks og nemenda.

Síðasti kennsludagur fyrir jólafrí er síðan á morgun, föstudag.

765qwerty765