Áskorendadagurinn

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Einbeiting

Mikil gleði og keppnisandi sveif yfir vötnum í dag. Haldinn var hinn árlegi áskorendadagur starfsfólks og nemenda. Starfsfólk og nemendur kepptu í sjö mismunandi greinum með það að markmiði að hampa farandbikarnum. Keppt er í knattspyrnu, körfubolta, badminton, boccia, waterpong og svo er endað á spurningkeppni. Starfsfólk og nemendur skiptu á milli sín að keppa í þessum greinum og var keppnin hörð. Rétt er að taka fram að í sumum greinum eru keppendur sem eru í landsliðshópum í sinni grein og því var getumunur nokkur milli liða í sumum tilfellum. Í röðum kennara eru vissulega bæði landsmeistarar og fyrrum landsliðsmenn, en það er nokkuð um liðið frá þeim afrekum.

Leikar enduðu þannig að nemendur unnu fjórar greinar meðan kennarar unnu þrjár og því unnu nemendur bikarinn fjóðra árið í röð. Dagur eins og þessi styrkir böndin milli nemenda og kennara og er nauðsynlegur þáttur í skólalífinu. Benda má á FB síðu MB en þar má finna fleiri myndir frá deginum.