Átta nemendur útskrifast frá MB

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Átta nemendur MB útskrifuðust með stúdentspróf núna í desember. Hefð er fyrir því að nemendur sem útskrifast á haustönn útskrifast formlega frá skólanum við hátíðlega athöfn að vori. Nemendur koma þó við þessi tímamót og taka á móti sínum skírteinum. Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan góða árangur og óskum þeim gæfu og góðs gengis í framtíðinni. Á myndinni má sjá þá nemendur sem sáu sér fært að koma og taka við skírteinum sínum í dag en þeir sem útskrifuðust með stúdentspróf frá Menntaskóla Borgarfjarðar í dag 17. Desember voru:
Aron Dagur Guðmundsson, Davíð Freyr Bjarnason, Elísabet Kristjánsdóttir, Fjóla Þórisdóttir, Hrefna Karitas Bryndísardóttir, Ingibjörg Rósa Jónsdóttir, Kristjana Erla Björnsdóttir og Linda Rós Leifsdóttir