Aukasýning á Litlu hryllingsbúðinni

Ritstjórn Fréttir

Sýningum á Litlu hryllingsbúðinni lauk í síðustu viku. Skemmst er frá því að segja að sýningin hlaut frábærar viðtökur áhorfenda og komust færri að en vildu.  Vegna fjölda áskorana hefur nú verið ákveðið að efna til aukasýningar þriðjudagskvöldið 11. desember næstkomandi. Sýningin hefst klukkan 20 og verður um allrasíðustu sýningu að ræða.  Miða má panta í síma: 616-7417 (Bjarki Þór) eða

862-8582 (Berglind) en einnig er hægt að senda póst á netfangið: leikfelag@menntaborg.is

Leikstjóri Litlu hryllingsbúðarinnar er Bjarni Snæbjörnsson.

zp8497586rq