Aukið námsframboð við MB næsta skólaár

RitstjórnFréttir

Næsta skólaár verður boðið upp á tvær nýjar námsleiðir við Menntaskóla Borgarfjarðar. Nemendur á félagsfræðabraut og náttúrufræðibraut geta valið íþróttasvið innan brautar til stúdentsprófs. Þá munu nemendur á náttúrufræðibraut geta valið búfræðisvið í samstarfi við starfsmenntabraut Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Nánari upplýsingar hér.