Bjarki Pétursson kylfingur

Bjarki kjörinn íþróttamaður Borgarfjarðar og íþróttamaður Borgarbyggðar

Ritstjórn Fréttir

Bjarki Pétursson kylfingurBjarki Pétursson kylfingur úr Golfklúbbi Borgarness og nemadi við MB hefur verið útnefndur íþróttamaður Borgarfjarðar og íþróttamaður Borgarbyggðar árið 2012. Fyrri útnefningin var kynnt við athöfn á Íþróttahátíð UMSB sem fram fór í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi laugardaginn 2. febrúar síðastliðinn. Stjórn sambandsins og stjórnir aðildarfélaga þess velja íþróttamann ársins. Þetta er í þriðja skipti sem Bjarki er kjörinn íþróttamaður Borgarfjarðar. Það var síðan hinn 10. febrúar sem í ljós kom að Bjarki hafði einnig verið valinn íþróttamaður Borgarbyggðar.  Að valinu stendur tómstundanefnd Borgarbyggðar á grundvelli tillagna íþróttafélaga í sveitarfélaginu.

Bjarki náði frábærum árangri á síðasta ári. Hann keppti fyrir Íslands hönd á mótum erlendis og náði 3. sæti á Evrópumóti unglinga undir 18 ára sem haldið var í Sofíu í Búlgaríu. Einnig keppti hann með karlalandsliði Íslands á finnska áhugamannamótinu í Helsinki og hafnaði þar í 25. sæti af tæplega hundrað þátttakendum. Hér heima hafnaði Bjarki í öðru sæti á Íslandsmóti unglinga í höggleik í flokki 17-18 ára og sigraði með yfirburðum á meistaramóti Golfklúbbs Borgarness.

zp8497586rq