Bjarki Þór Grönfeldt hlýtur styrk til náms við Háskólann í Reykjavík

RitstjórnFréttir

Bjarki Þór Grönfeldt sem útskrifast úr Menntaskóla Borgarfjarðar þann 11. janúar næstkomandi hefur hlotið svokallaðan nýnemastyrk við Háskólann í Reykjavík. Nýnemastyrkurinn er veittur afburðanemendum á fyrstu önn þeirra við skólann og nemur skólagjöldum á fyrstu önn námsins. Markmiðið með styrkveitingunni er að veita framúrskarandi nemendum hvatningu og auðvelda þeim að helga sig náminu af krafti.

Bjarki Þór mun hefja BSc nám í sálfræði við HR nú í janúar. Við mat á umsóknum um nýnemastyrk er auk námsárangurs tekið tillit til starfsreynslu og félagsstarfa. Auk þess að stunda námið í MB af kostgæfni hefur Bjarki Þór sannarlega lagt hönd á plóg í félagslífi skólans, m.a. tekið þátt í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur, stofnun og ritstjórn skólablaðsins Eglu og uppsetningu tveggja leikrita. Þess má að lokum geta að annar stúdent frá Menntaskóla Borgarfjarðar, Axel Máni Gíslason, hlaut einnig nýnemastyrk HR síðastliðið haust.

zp8497586rq