Bjarni Freyr í söngkeppni framhaldsskólanna

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Bjarni Freyr Gunnarsson er fulltrúi Menntaskóla Borgarfjarðar í Söngkeppni framhaldsskólanna. Bjarni mun flytja lagið Valerie sem er frægast í flutningi Amy  Winehouse. Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram í Kópavogi á laugardagskvöld. Keppendurkoma fram í sal án áhorfenda. Keppnin verður í beinni útsendingu á RÚV. Hún hefst klukkan 20:00 Við í MB sendum Bjarna góða strauma og hvetjum alla til að fylgjast með skemmtilegri keppni og kjósa Bjarna!