Blómstrandi félagslíf

Ritstjórn Fréttir

IMG_0164Nýverið tóku fimm strákar úr MB þátt í söngvakeppni framhaldsskólanna og stóðu sig afar vel þótt ekki næðu þeir verðlaunasæti. Stefnir Ægir Berg Stefánsson söng við undirleik Styrmis Inga Stefánssonar, Kára Jóns Sigurðarsonar, Sigurðar Eggerts Sigurðssonar og Einars Gilberts Einarssonar.

Nú stendur yfir vinna við skólablaðið  Eglu sem gert er ráð fyrir að komi út í lok mánaðarins. Þetta verður í fjórða sinn sem skólablað MB kemur út. Ritstjóri þessa blaðs er Óli Valur Pétursson en fjölmargir aðrir nemendur koma að blaðinu.

Hápunkturinn í félagslífi skólans, eða árshátíðin, verður svo haldin fimmtudaginn 16. apríl. Að vanda stendur mikið til og þema árshátíðarinnar í ár er 007. Veislustjórar verða tveir fyrrverandi nemendur skólans, þeir Jóhannes Magnússon og Pétur Már Jónsson.