Boðun verkfalls samþykkt í MB

RitstjórnFréttir

IMG_0164Lokið er talningu atkvæða í atkvæðagreiðslu félagsmanna Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum í Menntaskóla Borgarfjarðar um boðun verkfalls frá og með 17. mars næstkomandi hafi samkomulag um nýja  kjarasamninga þá ekki tekist.

Á kjörskrá voru 13. Atkvæði greiddu 12 eða 92,3%. Já sögðu 9  eða 75%. Nei sögðu 3 eða 25%. Auðir seðlar og ógildir voru 0.