Bókasöfnun í gangi – Bók er næring

Ritstjórn Fréttir

Núna stendur yfir bókasöfnun hjá Menntaskóla Borgarfjarðar í því augnamiði að bæta bókakost bókasafns skólans.  Snorri Þorsteinsson, fyrrverandi fræðslustjóri, færði skólanum veglega bókagjöf árið 2008, sem hefur nýst skólanum mjög vel.

Víða er góður bókakostur í fórum fólks, sem ekki er mikið notaður.  Menntaskóli Borgarfjarðar hefur á að skipa ungu fólki sem þyrstir í bóklestur. Skólinn hefur fengið góðar bókagjafir en enn standa margar hillur auðar.

Allir sem vilja hjálpa okkur að efla bókakost skólans hafi samband í síma 433 7700

zp8497586rq