Brautskráning

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Brautskráning fer fram í MB föstudaginn 28. maí klukkan 14:00.

Í ljósi nýrra reglna um takmörkun á samkomum vegna farsóttar er ljóst að við í MB munum ekki setja nein fjöldatakmörk gesta við útskrift.  Ákveðnar reglur gilda þó  við athöfnina sem ég bið alla að virða. Nemendur og starfsfólk sitja saman og þurfa ekki grímu nema þegar staðið er upp (grímuskylda er fallin úr gildi á vinnustöðum).

Gestir þurfa að bera grímu bæði í sæti og þegar staðið er upp. Uppröðun í sal býður upp á nokkur sæti til hliðar og aftast þar sem unnt er að halda meters fjarlægð og sitja án grímu.

Í lok athafnar er gestum boðið kaffi og myndataka nýstúdenta fer fram.