Brautskráning 2011

RitstjórnFréttir

a href=“https://menntaborg.is/wp-content/uploads/2011/06/IMG_3766.jpg“>Brautskráning nýstúdenta fór fram í hátíðarsal skólans föstudaginn 10. júní.  Brautskráðir voru 26 nemendur af þremur brautum skólans. 17 nemendur voru brautskráðir af félagsfræðabraut til stúdentsprófs, 8 nemendur af náttúrufræðibraut til stúdentsprófs og einn nemandi af starfsbraut.  Margir nemendur hlutu viðurkenningar fyrir námsárangur og störf í þágu nemenda. Ólöf Sunna Gautadóttir fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur á stúdentsprófi en meðaleinkunn hennar var 9,8.  Dagskráin var annars þannig að Lilja S. Ólafsdóttir, skólameistari, setti athöfnina og bauð gesti velkomna.  Kynnir við athöfnina var Ingibjörg Ingadóttir kennari við skólann. Ívar Örn Reynisson aðstoðarskólameistari flutti annál skólaársins.  Lára Lárusdóttir nýstúdent lék einleik á píanó.  Gestaávarp flutti Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur og færði nemendum góð heilræði fyrir framtíðina.  Þá var komið að stóru stundinni, brautskráningunni. Það var var Lilja S. Ólafsdóttir skólameistari sem afhenti nýstúdentum brautskráningarskírteinin sín og viðurkenningar.  Logi Sigursson flutti ávarp nýstúdenta.  Systurnar Inga Björk og Hugrún Hildur fluttu tónlistaratriði.  Við lok athafnarinnar ávarpaði Lilja  skólameistari nýstúdenta.  Athöfninni lauk með samsöng og var síðan haldið í Austurgarð til myndatöku.  Gestum var boðið upp á veitingar meðan á myndatöku stóð.  Myndbönd. Myndirzp8497586rq