Brautskráning 2021

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Föstudaginn 28. maí voru 27 nemendur brautskráðir frá Menntaskóla Borgarfjarðar. Marinó Þór Pálmason nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema, Marinó minnti okkur öll á að velja með hjartanu, frábær og falleg ræða sem snerti við öllum viðstöddum.  Að venju er utanaðkomandi aðila boðið að vera með gestaávarp við brautskráningu en að þessu sinni var það hin fjölhæfa Heiðrún Helga Bjarnadóttir sem að hvatti nemendur til dáða.

Tónlistaratriði við brautskráningu voru í höndum tveggja ungra tónlistakvenna, þeirra Birnu Kristínar Ásbjörnsdóttur og Steinunnar Þorvaldsdóttur.

Að þessu sinni voru 7 nemendur brautskráðir af Félagsfræðabraut, 4 af Náttúrufræðibraut, einn af Íþróttafræðibraut – náttúrufræðisviði, þrír af Náttúrufræðibraut – búfræðisviði, ellefu af Opinni braut og einn með viðbótarpróf til stúdentsprófs.

Marinó Þór Pálmason fékk viðurkenningu frá Arion banka fyrir bestan námsárangur á stúdentsprófi, Marinó var með lokaeinkunn upp á 9,59. Bragi Þór Svavarsson skólameistari ávarpaði útskriftarnema í lok athafnar þar sem hann óskaði þeim gæfu og gengis og hvatti nemendur til áframhaldandi góðra verka hvort heldur er í leik eða starfi. Bragi nefndi einnig mikilvægi þess að einstaklingar horfðu jákvæðum augum til sín og síns samfélags.

Verðlaun og viðurkenningar

Eftirtaldir útskriftarnemar fengu verðlaun og viðurkenningar við brautskráningu

Ásdís Lilja Arnarsdóttir fékk viðurkenningu fyrir vandaðasta lokaverkefnið 2021, og verðlaun fyrir góðan námsárangur í félagsgreinum gefin af Kaupfélagi Borgfirðinga

Brynja Gná B. Heiðarsdóttir fékk hvatningarverðlaun Zontaklúbbs Borgarfjarðar, sem eru veitt stúlku sem hefur sýnt, þrautseigju og framfarir í námi

Gunnar Örn Ómarsson fékk menntaverðlaun Háskóla Íslands, sem eru veitt einstaklingi sem hefur sýnt góðan árangur á stúdentsprófi, auk þess að hafa átt mikilvægt framlag til skólafélags. Gunnar fékk einnig verðlaun fyrir góðan árangur í náttúrvísindum frá Íslenska Gámafélaginu og Gunnar fékk einnig verðlaun fyrir góð störf í þágu félagslífs nemenda gefin af  Borgarbyggð.

Julian Golabek fékk hvatningarverðlaun sem Límtré Vírnet gefur og eru veitt dreng sem hefur sýnt, þrautseigju og framfarir í námi.

Marinó Þór Pálmason fékk verðlaun fyrir góðan námsárangur í raungreinum sem eru gefin af  Háskólanum  í Reykjavík, verðlaun frá íslenska stærðfræðifélaginu sem veitt eru afburðanemendum í stærðfræði. Marinó fékk verðlaun fyrir góðan námsárangur í Dönsku frá Danska Sendiráðinu og verðlaun fyrir góðan námsárangur í íslensku sem eru gefin af Kvenfélagi Borgarnes Marinó fékk einnig verðlaun fyrir góð störf í þágu félagslífs nemenda, gefin af  Borgarbyggð og síðast en ekki síst veitti Arion banki Marinó verðlaun fyrir besta samanlagða árangur á stúdentsprófi.

Marvin Logi Nindel. Haraldsson fékk  verðlaun fyrir góðan námsárangur í íþróttagreinum sem eru gefin af Sjóvá.

Oliver Kristján Fjeldsted   fékk  veðlaunin Sjálfstæði – færni – framfarir sem byggja á einkunnarorðum skólans og Menntaskóli Borgarfjarðar veitir