Brautskráning

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Föstudaginn 27. maí fer fram brautskráning nemenda frá Menntaskóla Borgarfjarðar. Athöfnin hefst klukkan 14:00 á sal skólans. Dagskráin verður með hefðbundnu sniði. Útskriftarnemar eru beðnir um að mæta klukkan 12:00, fá blóm í barm, hópmyndataka (sem verður að þessu sinni fyrir athöfnina) og létt spjall fram að athöfn. Gestir eru hjartanlega velkomnir.