Brautskráning Menntaskóla Borgarfjarðar

RitstjórnFréttir

IMG_3263

Í dag var brautskráning Menntaskóla Borgarfjarðar þar sem 26 stúdentar voru brautskráðir við hátíðlega athöfn. Nemendur útskrifuðust af Félagsfræðabraut, Félagsfræðabraut – íþróttasviði, Náttúrufræðibraut, Náttúrufræðibraut – íþróttasviði, Náttúrufræðibraut – búfræðisviði og með viðbótarpróf til stúdentsprófs. Hæst á stúdentsprófi að þessu sinni var Anna Þórhildur Gunnarsdóttir sem nú nýverið útskrifaðist einnig með framhaldspróf í píanóleik. Anna Þórhildur fékk fjölmargar viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur þar á meðal fyrir hæstu einkunn á lokaverkefni. Fjölmargir nemendur fengu einnig viðurkenningu en starfsfólk Menntaskóla Borgarfjarðar er einstaklega stolt af sínu fólki. Ávarp nýstúdenta að þessu sinni flutti Ísak Sigfússon. Gestaávarpið flutti Sigursteinn Sigurðsson arkitekt og fulltrúi Hugheima. Við óskum nýstúdentum innilega til hamingju með daginn og óskum þeim velfarnaðar í því sem þeir taka sér fyrir hendur með þökk fyrir samstarfið á liðnum árum.