Bréf til bjargar lífi

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Nú fer í hönd heimsátakið „Bréf til bjargar lífi“ á vegum Amnesty International og eins og fyrri ár verður hægt að taka þátt í Borgarnesi.

Föstudaginn 8. desember klukkan 12:00 verður kaffihúsastemmning í Menntaskóla Borgarfjarðar. Þar kemur Christian Rølla sem er ljósmyndari og hefur verið að mynda og kynnast flóttafólki, aðallega í Írak og segir frá reynslu sinni og sýnir ljósmyndir. Nánar um Christian hér: https://www.facebook.com/ChristianRoella/ Síðar sama dag, eða klukkan 17:00 ætla leikarar í Móglí að taka á móti gestum, taka nokkur lög og leyfa gestum að taka þátt í upphitun fyrir sýninguna, auk þess sem undirskriftarsöfnunin er í fullum gangi.

Jafnframt er hægt að skrifa undir á netinu, á amnesty.is. Athugið að það má skrifa undir á báðum stöðum!

Þá er hægt að skrifa undir aðgerðarkortin að Hugheimum, Bjarnarbraut 8 á meðan átakinu stendur, eða til 22. desember.

Sjá viðburð á facebook