Breytingar á sóttvarnarreglum mánudag 7. september

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Breytingar á sóttvarnarreglum taka gildi mánudaginn 7. september (áfram 1 meters reglan en breyting á fjöldatakmörkunum; 200 í stað 100).  Þessar breytingar hafa eftirfarandi áhrif í MB:

 

  • Áfram höldum við meters reglunni
  • Sumir hópar færast í sínar stofur – skoða Innu og endurhlaða (refresh) stundatöflu
  • Allir ganga inn um aðalinngang skólans og innangengt á milli hæða

ALLIR HALDA ÁFRAM PERSÓNULEGUM SÓTTVÖRNUM – þvo hendur, spritta, hósta/hnerra í olnbogabót og halda fjarlægðarmörk, innan sem utan skólans.