Bygging Nemendagarða

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Í dag skrifuðu formenn stjórna Nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar og Brákarhlíðar undir viljayfirlýsingu í tengslum við verkefnið Borgarbraut 63 – uppbygging íbúðarhúsnæðis og nemendagarða.

Skipulagsvinna er í gangi af hálfu skipulagsyfirvalda í Borgarbyggð að því svæði sem lóðin stendur á og mun þeirri vinnu ljúka á allra næstu dögum og vikum.

Í yfirlýsingunni kemur fram „Við erum sammála um að fyrir lok október 2022 verði komin mynd á samstarfsgrunn þann sem þarf að vera til staðar til að vinna málið áfram. Með samstarfsgrunni er skapaður rammi utan um  áframhaldandi uppbyggingaráform á Borgarbraut 63 m.a. með skipan sameiginlegrar byggingarnefndar og skilmerkilegrar kostnaðarskiptingar og ábyrgðar hvors aðila um sig.“

Góður áfangi á spennandi vegferð.