Covid – 19

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Skólahald í MB hefur gengið vel síðustu vikur þrátt fyrir þær takmarkanir sem við búum við vegna COVID- 19.  Það er ekki sjálfgefið að hér í skólanum stundi allir nám í húsnæði skólans og fái persónulega leiðsögn kennara í kennslustofu.

 

Tíðindi síðustu daga um fjölgun sýktra einstaklinga á Íslandi  minna okkur  illþyrmilega á að veiran er til staðar og við verðum að fara varlega. Það er mikilvægt að við sem störfum, nemum eða stöndum að MB munum að enginn ber meiri ábyrgð en við sjálf þegar kemur að því að halda henni í skefjum.

Að gefnu tilefni viljum við því hvetja alla til að sinna handþvotti, sóttvörnum og virða fjarlægðarmörk.