Dagur íslenskar tungu

RitstjórnFréttir

Dagur íslenskrar tungu var þriðjudaginn 16. nóvember.  Hann var haldinn hátíðlegur í Borgarnesi með dagskrá í Mennta- og menningarhúsi Borgarbyggðar í Borgarnesi.  Dagurinn hófst á því að Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og fylgdarlið snæddi hádegisverð í boði Menntaskólans.  Formleg dagskrá hófst kl 13:00 í hátíðarsal skólans.  Sýnd voru atriði frá nemendum Grunnskólans í Borgarnesi og nemendum í Menntaskóla Borgarfjarðar.

Nemendur úr 3., 6. og 8. bekk Grunnskólans í Borgarnesi sungu og lásu ljóð eftir borgfisk skáld.  Kór Menntaskóla Borgarfjarðar kom fram í fyrsta sinn og söng nokkur lög undir stjórn Jónínu Arnardóttur. Tveir nemendur MB, Jóhanna og Magnús Daníel, lásu kafla úr sögu sem nemendur í íslenskuáfanga sömdu undir leiðsögn Ásdísar Haraldsddóttur, kennara. Sýndar voru tvær stuttmyndir um Helga sögu Hundingsbana sem nemendur höfðu búið til.  Að lokinni dagskránni í hátíðarsal skólans fór menntamálaráðhera og fyldarlið í kynnisferð um skólann og komu við kennslustundum og ræddu við nemendur.

Hér má sjá myndböndin frá nemendum í íslensku 304