Dimmission í MB

Ritstjórn Fréttir

IMG_2010Stúdentsefni í MB dimmitteruðu á síðasta kennsludegi vorannar, föstudaginn 30. maí. Að venju bauð skólinn þeim til morgunverðar og síðan var keyrt um bæinn í vagni þar til við tók skemmtidagskrá á sal skólans. Skemmtidagskráin, sem er árviss hefð í umsjón dimmittanta er opin öllum. Salurinn var þéttsetinn og góður rómur gerður að léttu gríni um samnemendur og kennara sem og söng- og dansatriðum. Að dagskránni lokinni héldu dimmittantar í skemmtiferð til höfuðborgarinnar. Útskrift verður frá MB föstudaginn 6. júní næstkomandi.