Dimmitering

RitstjórnFréttir

Nemendur sem útskrifast 5. júní eru að dimmitera í dag. Þau byrjuðu fjörið í nótt og kl. 7:30 var tekið á móti þeim í skólanum með morgunmat af starfsmönnum skólans. Setið var þar góða stund, rætt saman og gætt sér á góðgæti af morgunverðarhlaðborðinu.

Eftir það fóru nemendur um bæinn í kerru sem dregin var af dráttarvél. Þau fóru meðal annars í grunnskólann og á dvalarheimilið. Þegar þessu var lokið var komið aftur í skólann og boðið upp á skemmtun á sal skólans. Útskriftarhópurinn var bauð upp á leikþætti þar sem var gert óspart grín af nemendum og starfsmönum skólans. Einnig voru þau með frumsamda dansa og frumsaminn söng. Þetta var hin frábærasta skemmtun. Næst var haldið til höfuðborgarinnar. Þetta er fyrsti hópurinn sem útskrifast úr skólanum eftir þriggja ára nám í skólanum.