Nemendur skólans sem verða brautskráðir 10. júní eru að dimmitera í dag. Þau byrjuðu fjörið í nótt og kl. 7:30 var tekið á móti þeim í skólanum með morgunmat af starfsmönnum skólans. Setið var þar góða stund, rætt saman og gætt sér á góðgæti af morgunverðarhlaðborðinu. Eftir það fóru nemendur um bæinn í kerru sem dregin var af dráttarvél. Þau fóru meðal annars í grunnskólann og á dvalarheimilið. Hópurinn kom svo til baka í skólann og var með skemmtun á sal skólans.