Dreifnám í MB

RitstjórnFréttir

Dreifnám í MB er þannig uppbyggt að nýttir eru allir helstu kostir fjarnáms auk þess sem nemendur hafa aðgang að kennara sínum á ákveðnum tímum. Nýjasta tækni í vefumsjón og tölvusamskiptum er notuð til að gera námið aðgengilegt. Þannig verða verkefni sett inn á sérstakt kennslukerfi (Moodle) sem nemendur fá aðgang að og þangað sækja nemendur verkefnin og skila einnig. Þá er í kerfinu að finna rafrænan vettvang fyrir umræður og innlegg þar sem nemendur geta skipst á skoðunum undir leiðsögn kennara.

Menntaskóli Borgarfjarðar er með sérstöku sniði að því leyti að mikil áhersla er á verkefnamiðað nám þar sem nemendur þurfa að vera virkir og kennarar vinna mikið sem leiðbeinendur eða verkstjórar. Dreifnám hentar því vel fyrir þá nemendur sem ekki eiga þess kost að sækja skólann daglega. Þeir nemendur sem eru skráðir í dreifnám geta þó mætt að vild í skólann  Settir verða upp sérstakir viðtalstímar (staðbundnar lotur) þar sem nemendur gætu þurft að mæta. Þar verður farið yfir stöðuna í áfanganum, málin rædd og t.d. tekin minni próf.

Dreifnám í MB er ætlað nemendum sem eru eldri en 18 ára.

Nánari upplýsingar er að finna hér.

zp8497586rq