Í síðustu viku gerðu nemendur í eðlisfræði verklega tilraun útá íþróttavelli. Tilraunin var í formi mælinga á 100 metra hlaupi. Verkefni nemendanna var að finna hraða og hröðun hlauparanna en nokkrir nemendur tóku það að sér að vera hlauparar. Nemendur skila svo niðurstöðum í myndbandi og skýrslu til kennara. Á facebook eru nokkrar skemmtilegar myndir frá þessum degi.