Efnilegt íþróttafólk

RitstjórnFréttir

Við hjá Menntaskóla Borgarfjarðar erum stolt af efnilegu íþróttafólki úr röðum nemenda okkar. Á Íþróttahátið UMSB sem haldin var 18. febrúar sl. var Bjarki Pétursson, kylfingur kjörinn íþróttamaður Borgarfjarðar fyrir árið 2011. Bjarki hefur staðið sig gríðarlega vel bæði hér heima og erlendis. Auk Bjarka voru þeir Birgir Þór Sverrirsson og Davíð Guðmundsson körfuboltakappar í topp 5 í kjörinu. Einnig voru tilnefndar þær Erna Dögg Pálsdóttir dansari og Klara Sveinbjörnsdóttir hestaíþróttakona. Það er ekki hægt að segja annað en að Menntaskóli Borgarfjarðar státi af efnilegu íþróttafólki.
%%anc%%

Á myndinni eru þeir félagar Bjarki, Birgir Þór og Davíð ásamt Tinnu Kristínu Finnbogadóttur og Guðmundu Ólöfu Jónsdóttur.

zp8497586rq