Ég á bara eitt líf – heimsókn í MB

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Í dag fengum við góða gesti í heimsókn frá minningarsjóði Einars Darra, „Ég á bara eitt líf“ sem leggur áherslu á og einblínir á forvarnir er varpa ljósi á þann allsherjar vanda sem misnotkun á lyfjum er hér á landi og þá sérstaklega á meðal unglinga, allt niður í nemendur grunnskóla. Það voru fjölskylda og vinir Einars Darra sem komu til okkar en þau kynntu forvarnarstarfið, sögðu frá lífi Einars Darra og deildu með okkur sinni sögu af hræðilegasta degi í lífi þeirra, deginum sem Einar Darri dó. Samkoman var vel sótt af starfsfólki og nemendum Menntaskóla Borgarfjarðar sem hlustuðu á frásagnir gestanna af miklum áhuga og athygli. Við erum þakklát fyrir heimsóknina ekki síst af því að við sáum og fundum hversu mikil áhrif heimsóknin hafði á okkur öll. Í lokin fengu allir nemendur armbönd með orðunum „Ég á bara eitt líf“, Minningarsjóður Einars Darra.  Armböndin eru kærleiksgjöf frá minningarsjóðnum og að bera armbandið er tákn um samstöðu en einnig er það ætlað til að fá fólk, sér í lagi ungmenni, til að horfa á armbandið og hugsa sig tvisvar um áður en þau misnota lyf eða önnur fíkniefni. Fyrir nokkru var gert myndband #egabaraeittlif og nú stendur minningarsjóðurinn að gerð videoklippum og hér er linkur á klippu 1. Við hvetjum alla til að kynna sér málið.