EGLA 2020

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Sjötta tölublað skólablaðsins Eglu er komið út. Efni blaðsins er fjölbreytt, viðtöl við fyrrverandi og núverandi nemendur, umfjöllun um félagslíf , ýmiskonar skemmtiefni, stjörnuspá o.fl.

Egla kom fyrst út árið 2011 og hélt útgáfa blaðsins dampi næstu fjögur árin eftir það, eða til 2016. Síðan hefur blaðið legið í dvala og ekki verið gefið út. Þar til nú.

Ritstjórn Eglu 2020 skipa fimm stúlkur, Heiðrún Hulda Ingvarsdóttir, Lilja Rós Hjálmarsdóttir, Sara Björk Karlsdóttir, Jóna Ríkey Vatnsdal og Sigurdís Katla Jónsdóttir.  Þeim til aðstoðar var Gunnhildur Lind Hansdóttir.

Við í MB óskum ritstjórn innilega til hamingju með útgáfuna og virkilega fínt blað. Hér í tengli má nálgast blaðið á PDF formi