Engar busavígslur í MB

Ritstjórn Fréttir

vokallaðar „busavígslur“ sem víða setja mark sitt á upphaf skólagöngu í framhaldsskólum hafa aldrei tíðkast í Menntaskóla Borgarfjarðar. Við stofnun skólans var mörkuð sú stefna að leyfa ekki busavígslur. Þess í stað eru nemendur boðnir velkomnir á svokölluðum haustdögum. Í dag skemmta eldri nemendur nýnemum, bjóða þeim í létta leiki af ýmsum toga og halda síðan grillveislu í lok dags. Á morgun verður síðan hin árlega nýnemaferð en að þessu sinni verður haldið til höfuðborgarinnar þar sem farið verður í stigaleik í miðbænum og margt fleira gert til þess að hrista hópinn saman og stuðla að góðum kynnum nýnema og þeirra sem lengra eru komnir

zp8497586rq