Erasmus+ verkefni – 2smart 2start

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Undirbúningsfundur verkefnisins í Búkarest

Nú í vikunni hófst formlega tveggja ára Erasmus+ verkefni sem MB tekur þátt í ásamt fulltrúum frá Finnlandi, Póllandi, Rúmeníu og Tyrklandi. Fulltrúar MB í hópnum eru Ásthildur Magnúsdóttir kennari og Elín Kristjánsdóttir námsráðgjafi. Þær eru nú staddar í Rúmeníu þar sem fram fer undirbúningsfundur verkefnisins og það skipulagt tvö ár fram í tímann. Fyrsta heimsókn með nemendum verður til Finnlands í febrúar á næsta ári og eiga sex nemendur úr MB kost á að fara í þá heimsókn. Í lok apríl næstkomandi munu nemendur og kennarar frá öllum aðildarlöndunum heimsækja Borgarnes og dvelja þar í viku.