Erasmus+ verkefni – Get a grip!

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Þrír erlendir skólar hafa verið í heimsókn í Menntaskóla Borgarfjarðar þessa vikuna, frá Skotlandi, Hollandi og Spáni. Fimm nemendur og tveir kennarar komu frá hverju landi en nemendur eru að vinna að Erasmus+ verkefni ásamt tólf nemendum í MB. Verkefnið ber heitið Get a grip! og fjallar um sjálfbærni og umhverfismál almennt. Hvert land hefur sitt þema Holland vatn, Ísland orku, Skotland sorp og Spánn mat. Skólarnir hittust fyrst í Hollandi í nóvember 2017 þar sem áhersla var lögð á hnattræna hlýnun og flóðvarnir landsins ásamt fleiri þáttum. Íslensku nemendurnir tóku erlendu nemendurna inná sín heimili þannig fá þeir tækifæri á að kynnast íslensku heimilislífi ásamt því að vinna að verkefninu. Við lögðum áherslu á jarðvarmaorku því það er það sem er svo sérstakt við Ísland. Nemendur voru beðnir um að bera saman jarðvarmaorku við aðra orkugjafa á Íslandi auk þeirra orkugjafa sem notaðir eru í hinum löndunum. Krakkarnir voru mjög áhugasamir og duglegir en þetta var ekki allt vinna, þau fengu að fara í ýmsar ferðir og kynnast mar

gvíslegri orkunotkun auk þess að sjá hinar ýmsu náttúruperlur Íslands. Til að gefa mynd af því sem gert var þá heimsóttum við Deildartunguhver á þriðjudeginum og Kraumu þar sem hópurinn baðaði sig í laugunum, farið var í Sólbyrgi þar sem við fengum fyrirlestur um ræktun jarðarberja, tómata, gúrka og matjurta, við skoðuðum Hraunfossa og Barnafoss. Á miðvikudeginum var farið í Hellisheiðarvirkjun þar sem við fengum mjög athyglisverðan fyrirlestur um margvíslega orkugjafa á Íslandi en þó sérstaklega jarðvarma, við fórum í Friðheima þar sem við fengum fyrirlestur og gómsæta tómatsúpu og deginum var lokið með að skoða Gullfoss og Geysi. Á fimmtudeginum var farið til Reykjavíkur þar sem við fengum fyrirlestur hjáUmhverfisstofnun og fórum og skoðuðum Grasagarðin í Reykjavík. Í dag föstudag unnu nemendur að verkefninu en þau höfðu safnað heimildum yfir vikuna. Deginum lýkur svo með kynningum nemenda þar sem fjölskyldum íslensku nemendanna er boðið að koma og sjá árangur vikunnar. Við þökkum fjölskyldunum fyrir að taka á móti erlendu nemendunum og að hugsa svona vel um þau þessa viku. Gestirnir munu svo ferðast heim á laugardag og sunnudag!