Erindi um lestrarörðugleika – foreldrar boðnir velkomnir

RitstjórnFréttir

Þriðjudaginn 1. október kemur Snævar Ívarsson frá Félagi lesblindra í heimsókn  og ræðir við nemendur, kennara og foreldra um hvað það er að vera með lestrarörðugleika og hvernig umburðarlyndi og skilningur annarra getur skipt  máli fyrir þá sem kljást við þennan vanda. Hann bendir einnig  á ýmsar leiðir sem lesblindir geta farið til að auðvelda sér nám og reynir að auka áhuga lesblindra nemenda á því að nýta sér hjálpargögn og tölvutækni. Erindið hefst kl. 11:00 og stendur í eina klukkustund. Foreldrar nemenda eru boðnir sérstaklega velkomnir.

zp8497586rq