Fáðu já heimsókn

Ritstjórn Fréttir

Verkefnisstjórn innanríkisráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis um vitundarvakningu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum styrkti gerð stuttmyndarinnar  Fáðu já  en í myndinni er fjallað um mörkin milli ofbeldis og kynlífs.

Handritshöfundar stuttmyndarinnar eru Brynhildur Björnsdóttir, Páll Óskar Hjálmtýsson og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir.

Myndin var fyrir skömmu sýnd í Menntaskóla Borgarfjarðar. Í tengslum við það komu svo góðir gestir í heimsókn í skólann fyrir skömmu. Það voru Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Einar Sigurvinsson sem einnig kom að gerð myndarinnar. Inga Vildís Bjarnadóttir velferðarfulltrúi frá Borgarbyggð skipulagði heimsóknina en hópurinn fór jafnframt í grunnskóla í Borgarbyggð. Nemendur í kynjafræði í MB nýttu sér tækifærið og ræddu vel og lengi við gesti og gerðu góðan róm að heimsókninni.

zp8497586rq