Fékk styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði HÍ

RitstjórnFréttir

Alexander Gabríel Guðfinnsson dúx Menntaskóla Borgarfjarðar frá því í vor var einn af tuttugu og sex afburðanemendum sem fengu afhenta styrki úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands. Styrkirnir voru afhentir við hátíðlegaathöfn á Háskólatorgi í gær þriðjudaginn 19. júní.  Alls sóttu 77 nemendur um styrki. Við val ástyrkhöfum var litið til afburðaárangurs á stúdentsprófi. Styrkur til hvers nemandanam 300.000 krónum auk þess sem nemendur fá niðurfellingu á skráningargjöldum íHáskóla Íslands. Menntaskóli Borgarfjarðar óskar Alexander Gabríel innilega tilhamingju með þennan frábæra árangur.