Félagsfræðabraut

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Á félagsfræðabraut MB er megináherslan lögð á kjarnagreinar og samfélagsgreinar s.s. félagsfræði, sögu, sálfræði, siðfræði og kynjafræði. Félagsfræðabraut er ætlað að veita nemendum undirbúning undir nám í mennta–, félags– og hugvísindadeildum háskóla. Nám á félagsfræðabraut er 200 einingar og það samanstendur af kjarna (180 ein.) og vali (20 ein.). Nemandi sem staðist hefur grunnskólapróf í kjarnagreinum getur lokið námi á brautinni á þremur árum. Til þess þarf hann að ljúka 33-35 einingum á hverri önn. Hann þarf einnig að huga vel að þrepaskiptingu í öllum greinum og átta sig á að sumir áfangar eru ekki í boði á hverri önn. Frekari upplýsingar um brautina má sjá hér https://menntaborg.is/namid/brautalysingar/felagsfraedabraut/