Félagsfræðinemar skrifa í Skessuhorn

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Undanfarnar vikur hafa nemendur í félagsfræði verið að fjalla um fjölmiðla. Liður í umfjölluninni að þessu sinni var að skrifa fréttir og greinar í Skessuhorn. Í síðustu tölublöðum hafa nemendur séð um dálkinn “Dagur í lífi” og “Spurning vikunnar” auk viðtals við skiptinemann okkar og umfjöllunar um sýningu leikfélagsins á Línu Langsokki. Verkefnavinna af þessu tagi er liður í að auka samstarf skólans við fyrirtæki og stofnanir í nærsamfélaginu