Félagslíf byrjar af krafti

Ritstjórn Fréttir

0Nemendafélag MB hefur nú hafið starfsemi af fullum krafti að nýju. Þrír klúbbar hafa nú þegar tekið til starfa; nördaklúbbur sem einkum er ætlaður áhugafólki um tölvur og tölvuleiki, hestaklúbbur og leiklistarklúbbur. Sá síðastnefndi starfar í tengslum við Sv1, en svo nefnist leikfélag skólans. Nú er unnið að því að velja leikrit til sýningar á þessu skólaári og verða leiksýningin ásamt árshátíðinni að líkindum stærstu viðburðirnir í félagslífinu.  En margt fleira er á döfinni, til að mynda stórdansleikur nú á haustönn og verður nemendum úr Fjölbrautaskóla Snæfellinga og Fjölbrautaskóla Vesturlands boðið á ballið. Nemendur úr MB taka líka þátt í viðburðum á borð við spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, og söngkeppni framhaldsskólanna.