Ferð til fjár

RitstjórnFréttir

Breki Karlsson mætti í Menntaskólann í morgun ásamt Benhard útibústjóra Arionbanka. Breki hefur ferðast um landið og haldið námskeið um fjármálalæsi sem ber nafnið Ferð til fjár. Hann vakti mikla athygli með sjónvarpsþáttunum sem báru sama nafn og voru sýndir á RÚV nú í janúar.
Á námskeiðinu, sem byggt er á þáttunum og samnefndri bók, fer Breki betur í saumana á fjármálum einstaklinga og fjallar um peninga, sparnað og eyðslu,  Nemendur mættu á sal og hlustuðu með athygli og spurðu spurninga.