Fjarkennsla á Teams á morgun 5. október

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Nú er orðið ljóst að vegna fjölgunar kórónuveirusmita og hertra fyrirmæla um sóttvarnir þurfum við að færa kennsluna á morgun (5. okt) yfir í fjarkennslu á Teams. Við höldum stundaskrá og í staðinn fyrir að mæta í skólann þá opna nemendur tölvuna sína heima og fara inn á Teams og mæta þar í kennslustund. Nánari upplýsingar verða sendar út á morgun – gangi ykkur vel.