Fjarmenntaskólinn – klasi námstækifæra

RitstjórnFréttir

IMG_0164Menntaskóli Borgarfjarðar er einn af 12 skólum sem mynda Fjarmenntaskólann. Þann 6. og 7. nóvember var haldinn stjórnarfundur í Fjarmenntaskólanum þar sem rætt var um stöðu, stefnu og framtíðarsýn.  Helstu niðurstöður voru þær að samstarf innan Fjarmenntaskólans sé heppileg leið til að efla skólana hvern og einn og að samstarfið geri skólunum kleift að vinna að verkefnum sem mun erfiðara væri að vinna ef samstarfið væri ekki til staðar.  Næstu vikur og mánuði verður unnið að því að efla samstarfið með áherslu á eftirtalda þætti:

  • Að auka námsframboðið og þá einkum í starfsnámi.  Sett verður fram heildaráætlun til fimm ára sem verður síðan uppfærð árlega.
  • Að bæta aðgengi nemenda að því námi sem þegar er í boði svo sem með eflingu fjarnáms.
  • Að auka miðlun kennslu og  flæði nemenda á milli skólanna.
  • Að leggja aukna áherslu á að sinna þörfum nemenda sem eru 25 ára og eldri.
  • Að unnið verði að þróun náms í matvælagreinum, tæknigreinum, skapandi greinum og þjónustugreinum í samræmi við nýja aðalnámskrá framhaldsskóla.

Þessi vinna tengist tveimur þróunarverkefnum sem unnið er að í Fjarmenntaskólanum og styrkt eru af Sprotasjóði.  Annars vegar um eflingu starfsnáms og hins vegar um miðlun kennslu á milli skólanna.

Á fundinum var einnig ákveðið að bæta við heiti Fjarmenntaskólans undirheitinu: Klasi námstækifæra