Fjarnám við MB haustið 2021

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Við í MB bendum á að enn er opið er fyrir umsóknir í fjarnám hjá MB

Fjarnám í MB er góður kostur fyrir þá sem ekki geta stundað nám á hefðbundinn hátt.  Í fjarnámi hafa nemendur aðgang að kennara sínum í gegnum tölvusamskipti og öllu efni er miðlað á vefumsjónarkerfi. Verkefni eru þannig sett inn á kennslukerfi (Moodle) skólans sem nemendur fá aðgang að og þangað sækja nemendur verkefnin og skila einnig. Í Menntaskóla Borgarfjarðar er mikil áhersla á verkefnamiðað nám þar sem nemendur þurfa að vera virkir og kennarar vinna sem leiðbeinendur eða verkstjórar. Fjarnemendur mæta aldrei í skólann en eru þó velkomnir í tíma ef það hentar.  Námsefni og kröfur í fjarnámi MB eru þær sömu og í dagskóla og því nota fjarnemendur sömu kennslubækur og gögn og aðrir nemendur skólans.

Við í MB erum afar stolt af því hvernig við höldum persónulegum tengslum við nemendur okkar í fjarnámi.

Allar frekari upplýsingar má sjá hér; https://menntaborg.is/dreifnam/

Frekari upplýsingar og skráning í námið fer fram með því að senda póst á menntaborg@menntaborg.is