Fjölskrúðugt félagslíf í MB

RitstjórnFréttir

IMG_0980 Fjölskrúðugt félagslíf nemenda setur svip á starfið í Menntaskóla Borgarfjarðar.

Nú standa yfir æfingar fyrir söngkeppni skólans sem fram fer þann 26. febrúar. Sigurvegari í söngkeppninni verður vonandi fulltrúi MB í söngkeppni framhaldsskólanna.

Búningaball verður haldið þann 5. mars næstkomandi. Það er Nördaklúbbur skólans sem skipuleggur ballið.

Leikdeild nemendafélagsins hefur sýnt söngleikinn Grease við góða aðsókn undanfarnar vikur. Síðustu sýningar eru fyrirhugaðar dagana 25. og 27. febrúar og „power“ lokasýning verður með hávaða og látum föstudaginn 28. febrúar.

Getspekifélag menntaskólans undirbýr nú spurningakeppni meðal nemenda en fyrirhugað er að keppnin hefjist í byrjun mars.

Árshátíð skólans verður haldin í mars en endanleg dagsetning er ekki komin. Hefð er fyrir því að foreldrafélag skólans sjái um hátíðarkvöldverð fyrir nemendur og starfsfólk og boðið er upp á skemmtdagskrá og dans.

Vinna við útgáfu næsta tölublaðs skólablaðsins Eglu er nýhafin undir forystu nýskipaðrar ritstjórnar. Þá vinnur útskriftarhópurinn hörðum höndum að fjáröflun vegna útskriftarferðar og hefur staðið fyrir ýmsum uppákomum í þeim tilgangi.

 

 

 

 

 

*Svo verður árshátíð skólans haldin í mars. (ekki komin föst dagsettning)