Fjör á Hrekkjavöku

RitstjórnFréttir

Nemendafélag Menntaskóla Borgarfjarðar stóð fyrir Halloweenballi (Hrekkjavökuballi) fimmtudagskvöldið 3. nóvember í Valfelli, rétt fyrir utan Borgarnes. Ballið fór vel fram og var mæting góð. Basic House Effect léku fyrir dansi og voru veitt verðlaun fyrir flottasta búninginn og þann frumlegasta. Ágústa Rut Haraldsdóttir vann í keppninni um flottasta búninginn en búningur Bárðar Jökuls Bjarkarsonar valinn sá frumlegasti. Þau má sjá á meðfylgjandi mynd og fengu þau „súkkulaðiflösku“ í verðlaun.

zp8497586rq