Forinnritun í framhaldsskóla á haustönn 2018

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Forinnritun nemenda í 10. bekk mun standa yfir dagana 5. mars til 13. apríl

Forinnritun nemenda í 10. bekk (fæddir 2002 eða síðar) hófst mánudaginn 5. mars og lýkur föstudaginn 13. apríl. Nemendur fá bréf frá Menntamálastofnun með veflykli að innritunarvef og leiðbeiningum sem afhent verður í grunnskólunum. Foreldrar/forráðamenn nemenda fá bréf í pósti frá Menntamálastofnun með upplýsingum um innritunina. Nemendur í 10. bekk eru eindregið hvattir til að taka þátt í forinnrituninni. Sjá nánar á menntagatt.is