Forinnritun í framhaldsskóla á haustönn 2020

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Forinnritun nemenda í 10. bekk stendur yfir dagana 9. mars til 13. apríl

Forinnritun nemenda í 10. bekk (fæddir 2004 eða síðar) hófst mánudaginn 9. mars og lýkur 12. apríl nk. Nemendur fá sent bréf með leiðbeiningum um hvernig sækja á um frá Menntamálastofnun, en í bréfinu er líka að finna veflykil sem þeir nota til að komast inn í umsókn á netinu. Foreldrar/forráðamenn nemenda fá bréf í pósti frá Menntamálastofnun með upplýsingum um innritunina. Nemendur í 10. bekk eru eindregið hvattir til að taka þátt í forinnrituninni. Sjá nánar á menntagatt.is